Fyrirtækið

Bifreiðaverkstæði Guðjóns sér um allar almennar bílaviðgerðir, þjónustuskoðanir, smurningu, hjólbarðaþjónustu og framrúðuskipti. Einnig tökum við að okkur viðgerðir á allskonar tækjum og hjólabarðaþjónustu fyrir stærri vinnuvélar. 

Bifreiðaverkstæði Guðjóns er stofnað árið 2019 af Guðjóni Þórólfssyni og Sigríði Magneu Jónsdóttur. Guðjón er uppalinn á Hólmavík og fór strax í bifvélavirkjann þegar tækifæri gafst til. Hann hefur lokið bæði sveinsprófi í bifvélavirkjun og unnið sér inn meistararéttindi í sömu grein. Hann stafaði fyrst á þjónustuverkstæði sem þjónustaði bifreiðar frá BL og færði sig svo til Bifreiðaverkstæðis Reykjavíkur sem þjónustar Toyota bifreiðar og starfaði þar í sex ár. Guðjón hefur unnið sér inn mikla reynslu í viðgerðum og bilanagreiningum á Toyota bifreiðum. Hann hefur setið mörg námskeið hjá Toyota og Iðan fræðslusetri.

Innan veggja Bifreiðaverkstæðisins er mikil reynsla þar sem einnig starfa bifvélavirkjarnir Grzegorz Urbanowski og Kristbjörn Ólafsson. Okkar markmið er að reka verkstæði sem einkennist af vönduðum vinnubrögðum, gæðum og góðri þjónustu. Einnig óskum við eftir að viðskiptavinir setji sig í samband við okkur ef eitthvað má betur fara í þjónustunni.
Image

Starfsfólk

Grzegorz Urbanowski
Hlaut sveinsbréf í bifvélavirkjun árið 2001
Kristbjörn Ólafsson
Hlaut sveinsbréf í bifvélavirkjun árið 2023
Guðjón Þórólfsson
Hlaut sveinsbréf í bifvélavirkjun árið 2013 og meistararéttindi 2015